Er fréttastofa Stöðvar 2 stjórnmálaflokkur?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skammaði fréttamann Fréttastofu stöðvar 2 fyrir að hún væri rekin eins og  stjórnmálaflokkur í kvöldfréttum stöðvarinnar nú í kvöld. Ástæða þessara ummæla er að fréttamaðurinn spurði hana útí hin umdeildu eftirlaunalög sem að hún sagði fyrir kosningar að það yrði fyrsta verk Samfylkingarinnar að breyta kæmist flokkurinn til valda.  Stöð 2 hefur uppá síðkastið spurt ýmsa þingmenn Samfylkingarinnar um hin ýmsu kosningaloforð sem þeir gáfu út í aðdraganda síðustu kosninga. 

Þegar formaður Samfylkingarinnar dettur í þennan hrokagír er það henni og flokknum sem hún stýrir ekki til framdráttar. Að hún skuli líta á það sem dónaskap að fréttamenn skuli reka á eftir kosningaloforðum er alveg stórmerkilegt. Það segir manni að það hafi aldrei verið meiningin að efna þau.

Ingibjörg Sólrún hafði uppi stórar yfirlýsingar í aðdraganda síðustu kosninga, um að þessum lögum yrði breytt kæmist Samfylkingin í ríkisstjórn. Er þá ekki eðlilegt að kjósendur fái að vita hvers vegna það sé ekki búið að því núna þegar svo langt er liðið á kjörtímabilið. Var hún ekki alltaf að tala um umræðustjórnmál. Ég er núna farinn að skilja hvað hún átti við með þessu orði: umræðustjórnmál. Það á bara að tala um hlutina og tala og tala og tala og helst bara þegar henni hentar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður að segjast að það er rosaleg drottninga & kónga fílingur yfir ISG & Geir, þau virðast vera á allt öðru leveli og við hin.

DoctorE (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 20:35

2 Smámynd: Marta smarta

Solla litla gerði sig að einu allsherjarfífli í fréttatímanum, en svona fer þegar stóllinn er góður og málefnin gleymast.
Lélegt hjá henni.

Marta smarta, 7.5.2008 kl. 20:48

3 Smámynd: braveheart

Þetta er bara hið besta mál hjá Ingibjörgu.  Það er alveg sjálfsagt að svara þessum fréttastofum með þessum hætti sem hún gerði.  Hún stendur vörð um stjórnarsamstarfið og er það henni til mikils sóma.  Það er mjög skynsamlegt af henni.  Að ætla sér að fara að stunda einhverja flokkapólitík í stjórnarsamstarfi getur orðið hinn mesti þrándur í götu þess er það reynir.  Það veit Imba Solla.

braveheart, 7.5.2008 kl. 20:58

4 Smámynd: Skarfurinn

Ef Sigmundur og co á fréttastofu stöðvar-2 sýndu svona skothríð á alla ráðherrana væri það fínt mál, en það er varla andað á Haarde þó maðurinn hafi gert minna en ekki neitt á  síðustu mánuðum og bendi alltaf á Seðlabankann.  En varðandi eftirlaunafrumvarpið þá eru heil 3 ár eftir af kjörtímabilinu svo það er óþarfi að fara á límingunum.

Skarfurinn, 7.5.2008 kl. 21:04

5 Smámynd: J. Trausti Magnússon

Mikið er ég ósammála þér Bravehard. Það má einfaldlega ekki ganga út frá því sem vísu að það sé ekkert að marka stjórnmálamenn í kosningabaráttu. Svo er ég viss um að Sigmundur og co eigi eftir að hjóla í fleirri ráðherra með svipaðar spurningar, af nógu er að taka.

Ég veit ekki með þig Bravehard en þegar ég geng til kosninga þá krossa ég við þann  flokk sem gengur næst mér í skoðunum. Ef síðan það kemur í ljós að það var ekkert að marka yfirlýsingarnar þá hlítur maður að horfa í aðra átt næst.  

J. Trausti Magnússon, 7.5.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband