Guðni Ágústsson og fréttastofa Stöðvar 2

Í kjölfar þess að Guðni Ágústsson sagði af sér þingmessu og formennsku í Framsóknarflokknum hafa fjölmiðlar reynt að ná tali af honum. Fréttamaður frá Stöð 2 hékk á dyrabjöllunni hjá honum í gærkveldi og linnti ekki látum fyrr en nánast var skellt á hann dyrasímanum.

 Síðan um sexleitið í morgun eru þeir svo mættir aftur og sitja fyrir Guðna. Hann benti þeim á yfirlýsinguna sem hann sendi frá sér í gær og bað um svigrúm. Fréttamaðurinn linnti ekki látum fyrr en Guðni sagði honum að fara heim,,,þrívegis. (Þetta með tímasetninguna var ekki innsláttarvilla, þetta var klukkan 06:00 að morgni)

Í fréttum stöðvar 2 í gær kom fram að Guðni mundi hækka í launum um ca 200.000.- á mánuði við að fara af þingi og á eftirlaun. Í fréttum í kvöld var þetta leiðrétt og sagt að hið rétta væri að Guðni mundi lækka um 280.000. - á mánuði.  Skekkjumörkin hjá fréttastofunni eru þarna tæp hálf miljón krónur pr mánuð.

Þrisvar sinnum á einum sólarhring hafa fréttamenn stöðvar 2 orðið sér til skammar út af Guðna Ágústssyni eða öllu heldur við nornaveiðar á Guðna Ágústssyni.

Nú er Guðni flúinn land og spurning hvaða fréttamaður frá Stöð 2 muni elta hann þangað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Sæll! Það er til siðs þegar leiðtogar þjóða, eða flokka, stíga til hliðar, að koma fram í fjölmiðlum og gera fólki (kjósendum) grein fyrir ákvörðunum sínum. Ekki skilja allt eftir í lausu lofti og koma vangaveltum og Gróusögum á flug. Guðni hefur hingað til verið þokkalega hændur að fjölmiðlafólki.

Aðgangsharka fjölmiðla er svo allt annar handleggur. Stundum nauðsynleg, á öðrum tímum ekki.

Björn Birgisson, 18.11.2008 kl. 21:19

2 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Í þessu tilfelli þykir mér aðgangsharka fjölmiðla hreinn dónaskapur. Vissulega þrái ég að heyra útskýringar Guðna. En hann hefur gefið í skyn að hann þurfi svigrúm. Enginn efi er á því að hann mun skýra þetta betur þegar hann er tilbúinn til þess; sjálfsagt verður það fljótlega eftir að hann kemur heim að utan.

Einar Sigurbergur Arason, 18.11.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband