Af pólitískum ráðningum

Eftir tvær umdeildar ráðningar Össurs Skarphéðinssonar, fyrst orkumálastjóra og síðan ferðamálastjóra er ljóst að það skiptir engu máli hvaða flokkur er við völd þegar kemur að vina, flokksgæðinga, væðingunni. Hægt væri að taka fjölmörg dæmi af síðustu ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna og nú hefur Samfylkingin stimplað sig rækilega inn. Ekki að það komi á óvart, kratar hafa svo sem verið við völd áður og hyglað sínum í tíma og ótíma.

Það er samt eitt sem gerir þessa gjörninga núna sérstaka en það er að það heyrist ekki múkk í framsóknarmönnum og bara smá tíst í VG. Það skyldi þó ekki vera að það sé búið að semja um vopnahlé þegar kemur að þessum ráðningum. "Ef við þegjum núna þá lofið þið að þegja þegar við verðum aftur komin í stjórn og þið í stjórnarandstöðu". 

Ég hreinlega skil ekki hvernig þingmenn nenna að standa í þessum flokkaráðningum, vitandi að þeir fá yfir sig holskeflu af mótmælum frá þeim sem gengið var framhjá, frá fjölmiðlum og frá almenningi. Hvernig nennir ráðherra að eyða öllum þessum tíma og orku í að svara fyrir þetta með öllum þeim vonlausu rökum sem því fylgir og gerir ekkert annað en að draga úr trúverðugleika þeirra sjálfra.


mbl.is Ósátt við rökstuðning ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband