Fólk platað inn í verslanir á fölskum forsendum.

Krúsindúllu Kim er eitthvað sem líkist krabba og er leikfang sem er þeim hæfileikum gætt að það kann að skrifa eða öllu heldur teikna s k v auglýsingu um umrætt tæki. Þetta tæki hefur verið auglýst í sjónvarpsauglýsingum daglega um nokkra stund. Verðið aðeins 1999.- og verslunin er TOYS-R-US. Dóttir mín sem er 5 ára tekur alltaf viðbragð þegar auglýsingin kemur og hefur beitt öllum sínum sannfæringarkrafti á okkur foreldrana. Þetta sé eitthvað sem hún geti engan veginn verið án. Seinnipartinn í dag lagði ég svo leið mína í umrædda leikfangaverslun og ætlaði að kaupa tækið og lauma því undir jólatréð, en viti menn tækið er ekki til. Starfsmaðurinn sem afgreiddi mig sagði að þetta tæki væri ekki væntanlegt og að það hefði ekki verið til nema í einn dag í búðinni. Maður spyr sig, hvers vegna að leggja í auglýsingaherferð á einhverjum hlut sem að ekki er ætlunin að selja í neinu magni? Jú svarið er auðvitað augljóst........að fá fólk í verslunina og það mun þá kaupa eitthvað annað þegar að það kemst að því að dótið sem átti að kaupa er ekki til. Þarna stóð maður í leikfangagímaldinu og hafði gert fjárhagsáætlun uppá 1999.- og maður varð að gera það upp við sig hvort að maður ætti að leita í öðrum búðum sem er auðvitað mjög tímafrekt þremur dögum fyrir jól eða hvort að maður ætti að kaupa eitthvað annað en þá færi fjárhagsáætlun dagsins út um þúfur og þar fyrir utan kitlaði þetta siðferðið hjá manni að hafa verið plataður í búðina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jamm. Svona er Ísland í dag. Enda sérðu spár um Íslandsmet (væntanlega heimsmet m.v. höfðatölu) í "jólasölu", hvað sem það orð þýðir. Þrýstingurinn til neizlu er löngu kominn út yfir allan þjófabálk (!) en því miður - það er orðið of seint að snúa við.          Eg, fyrir minn hatt, kaupi ekki neitt fyrir þessa át-tíð nema mat. Eg bókstaflega neita að láta hafa mig að fífli. Eg er heldur ekki með 5 ára dóttir. Lifðu heill.

Barbatus (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband