Ingólfur Ásgeir Jóhannesson er höfðingi

Rétt í .þessu barst inn um bréfalúguna mína bók sem heitir: Karlmennska og jafnréttisuppeldi, eftir Ingólf Ásgeir Jóhannesson. Ingólfur er einn af þessum ofurduglegu bloggurum og í síðustu viku ákvað hann að gefa 25.000. Tuttuguogfimmþúsundasta gestinum á síðuna sína gjöf. Ég kíkti á síðuna hans þennan dag og var svo heppinn að hljóta vinninginn. Hann bætti um betur og sendi mér ekki bara bókina heldur gjafabréf á eitt af betri kaffihúsum borgarinnar og þangað mun ég halda fljótlega með konuna og slá um mig á kostnað Ingólfs. Sem bloggari er ég enn blautur á bak við eyrun og hálf villuráfandi en að kynnast svona hjartagæsku á þessum vetfangi lífgar mann við svona í svartasta skammdeginu.

Þeit sem vilja kynnast Ingólfi betur þá er bloggið hans hér: http://ingolfurasgeirjohannesson.blog.is/blog/ingolfurasgeirjohannesson

 

Kæri Ingólfur. Í minni sveit voru menn með stórt hjarta kallaðir höfðingjar. Hafðu bestu þakkir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband