Hvar er allt kýrkjötið?

Sem matreiðslumeistari hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna neytendur eða fjölmiðlar skuli aldrei spyrja þessarar spurningar. Hefur enginn tekið eftir því að það er aldrei hægt að kaupa kýrkjöt. Við vitum að árlega er slátrað tugum eða hundruðum tonna af kúm, en hvert fer kjötið? Staðreyndin er sú að mikið af því er selt sem nautakjöt. Ég er nokkuð viss um að ef húsmóðirin vissi að nautalundirnar sem hún keypti úti í matvörubúð á 3.990.- kílóið væru af 12 vetra gamalli mjólkurkú þá fengi hún hland fyrir hjartað. Ég hef í 26 ár tengst matvælaiðnaðinum með einum eða öðrum hætti og aldrei hef ég geta orðið mér úti um kýrkjöt. Það er einfaldlega ófáanlegt. Ég þykist nokkuð viss um að ef að einhver sláturleyfishafinn yrði spurður að því hvað hafi orðið um allt þetta kjöt mundi hann segja að það færi allt í vinnslu. Ég hefði gaman af að sjá hann fullyrða að allar kýrlundirnar, innralærin og hryggvöðvarnir síðustu 30 árin hafi farið í vinnslu. Nei nei nei.....þetta er allt selt sem ungnautakjöt. Nú er ég ekki að segja að þetta þurfi að vera slæmt hráefni, langt frá því, Það er bara ekki eðlilegt að bóndinn fái greitt fyrir þetta sem kýrkjöt en kjötsalinn breyti því síðan í nautakjöt og fái greitt fyrir það sem slíkt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Trausti Magnússon

Takk fyrir það Baldur. Ærnar, svínin og hestarnir fá ekki sömu meðferð. Það er t d hægt að fá hestalundir á sumum veitingahúsum. Í því tilfelli er enginn sem er svo ósvífinn að kalla hestalundina folaldalund.

J. Trausti Magnússon, 9.12.2007 kl. 15:58

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll, J. Trausti, sjá tilkynningu á blogginu mínu um gjöf vegna tuttuguogfimmþúsundustu flettingarinnar.

(Ég hafði nú ekki hugkvæmni til að leita að kýrkjöti  ... en góður punktur hjá þér.)

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 11.12.2007 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband