7.5.2008 | 21:32
Instant bensín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2008 | 20:28
Er fréttastofa Stöðvar 2 stjórnmálaflokkur?
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skammaði fréttamann Fréttastofu stöðvar 2 fyrir að hún væri rekin eins og stjórnmálaflokkur í kvöldfréttum stöðvarinnar nú í kvöld. Ástæða þessara ummæla er að fréttamaðurinn spurði hana útí hin umdeildu eftirlaunalög sem að hún sagði fyrir kosningar að það yrði fyrsta verk Samfylkingarinnar að breyta kæmist flokkurinn til valda. Stöð 2 hefur uppá síðkastið spurt ýmsa þingmenn Samfylkingarinnar um hin ýmsu kosningaloforð sem þeir gáfu út í aðdraganda síðustu kosninga.
Þegar formaður Samfylkingarinnar dettur í þennan hrokagír er það henni og flokknum sem hún stýrir ekki til framdráttar. Að hún skuli líta á það sem dónaskap að fréttamenn skuli reka á eftir kosningaloforðum er alveg stórmerkilegt. Það segir manni að það hafi aldrei verið meiningin að efna þau.
Ingibjörg Sólrún hafði uppi stórar yfirlýsingar í aðdraganda síðustu kosninga, um að þessum lögum yrði breytt kæmist Samfylkingin í ríkisstjórn. Er þá ekki eðlilegt að kjósendur fái að vita hvers vegna það sé ekki búið að því núna þegar svo langt er liðið á kjörtímabilið. Var hún ekki alltaf að tala um umræðustjórnmál. Ég er núna farinn að skilja hvað hún átti við með þessu orði: umræðustjórnmál. Það á bara að tala um hlutina og tala og tala og tala og helst bara þegar henni hentar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)