14.2.2008 | 21:07
Einn góður
Fékk þennan sendan á tölvunni og varð að láta hann flakka þó að orðbragðið sé ekki til fyrirmyndar, þið vonandi afsakið það.
Krumpaður og eldgamall karl gengur inn í Lútersku kirkjuna og segir við einkaritara prestsins: Ég vil ganga í þessa helvítis kirkju.
Einkaritarinn sem er kona er bæði forviða og hneyksluð á orðbragði mannsins: Fyrirgefðu herra, ég hlýt að hafa misskilið þig. Hvað sagðirðu?
Hlustaðu á mig andskotinn hafi það, gólar karlinn. Ég sagði að ég vildi ganga í þessa helvítis kirkju.
Mér þykir það leitt maður minn, en svona orðbragð verður ekki liðið hér í þessari kirkju. Og einkaritarinn stormar inn á skrifstofu prestsins til að láta hann vita af ástandinu.
Presturinn er hjartanlega sammála einkaritaranum sínum. Hún á alls ekki að þurfa að sitja undir svona hræðilegu orðbragði. Þau ganga saman fram aftur og presturinn spyr gamla karlfauskinn:
Herra minn, hvað er vandamálið?
Það er ekkert fjandans vandamál, segir karlinn, sýnu skapverri en áður. Ég bara vann 200 milljónir helvítis lottóinu og ég vil ganga í þessa helvítis kirkju til að losna við eitthvað af þessum helvítis peningum.
Ég skil sagði presturinn rólega. Og er þessi kerlingartík hér að valda þér vandræðum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)