21.12.2007 | 20:33
Fólk platað inn í verslanir á fölskum forsendum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2007 | 20:17
Læknafélag Íslands - Kári Stefánsson
Rétt í þessu var að ljúka rökræðum í Kastljósi þar sem að formaður Læknafélags Íslands var til varnar fyrir dóm sem siðanefnd þess félags hafði fellt um ummæli Kára Stefánssonar í Kastljósþætti síðla árs 2005. Kári var sjálfur til varnar sínu mannorði. Umrædd ummæli Kára eru að hann sagði um einn tiltekinn lækni að sá hefði sig á heilanum. Þessi sami læknir hafði m a sagt um Kára að hann hefði ekki lækningaleyfi, að hann hefði svindlað á prófum í læknisfræðinni og margt margt fleira.
Það verður að segjast eins og er að eftir að hafa horft á þáttinn lítur málið mjög illa út fyrir Læknafélagið. Eins og málið var rakið lítur þetta meira út fyrir að vera persónuleg óvild stjórnarmanna og siðanefndar læknafélagsins í garð Kára og maður skilur vel að hann sé ekki sáttur. Satt að segja verð ég mjög hissa ef fleiri félagar í Læknafélagi Íslands standa ekki upp núna og mótmæla þessum vinnubrögðum stjórnarinnar.
Kári ætlar ekki að una þessum úrskurði og mér segir svo hugur um að þetta eigi eftir að kosta Læknafélagið töluverða peninga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 16:16
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson er höfðingi
Þeit sem vilja kynnast Ingólfi betur þá er bloggið hans hér: http://ingolfurasgeirjohannesson.blog.is/blog/ingolfurasgeirjohannesson
Kæri Ingólfur. Í minni sveit voru menn með stórt hjarta kallaðir höfðingjar. Hafðu bestu þakkir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)