29.11.2007 | 19:15
Hvar er allt kýrkjötið?
Sem matreiðslumeistari hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna neytendur eða fjölmiðlar skuli aldrei spyrja þessarar spurningar. Hefur enginn tekið eftir því að það er aldrei hægt að kaupa kýrkjöt. Við vitum að árlega er slátrað tugum eða hundruðum tonna af kúm, en hvert fer kjötið? Staðreyndin er sú að mikið af því er selt sem nautakjöt. Ég er nokkuð viss um að ef húsmóðirin vissi að nautalundirnar sem hún keypti úti í matvörubúð á 3.990.- kílóið væru af 12 vetra gamalli mjólkurkú þá fengi hún hland fyrir hjartað. Ég hef í 26 ár tengst matvælaiðnaðinum með einum eða öðrum hætti og aldrei hef ég geta orðið mér úti um kýrkjöt. Það er einfaldlega ófáanlegt. Ég þykist nokkuð viss um að ef að einhver sláturleyfishafinn yrði spurður að því hvað hafi orðið um allt þetta kjöt mundi hann segja að það færi allt í vinnslu. Ég hefði gaman af að sjá hann fullyrða að allar kýrlundirnar, innralærin og hryggvöðvarnir síðustu 30 árin hafi farið í vinnslu. Nei nei nei.....þetta er allt selt sem ungnautakjöt. Nú er ég ekki að segja að þetta þurfi að vera slæmt hráefni, langt frá því, Það er bara ekki eðlilegt að bóndinn fái greitt fyrir þetta sem kýrkjöt en kjötsalinn breyti því síðan í nautakjöt og fái greitt fyrir það sem slíkt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.11.2007 | 21:17
Forsjárhyggjan ríður ekki við einteyming
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2007 | 21:21
þessi yndislega bókaþjóð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.11.2007 | 22:28
Er einhvað kjöt í kjötbollunum?
Það er mjög athyglisvert að sjá hvað umræðan um hugsanlega óhollustu e-efna og mikið unninna vara er skammt á veg komin hérlendis á miðað við t.d. í Englandi. 31. október birtu breskir vísindamenn niðurstöður úr rannsóknum á ýmsum fæðuflokkum þar sem að margt bendir til að t.d. reyktar vörur geti verið krabbameinsvaldandi. Fréttin birtist á forsíðu allra blaða í London og keypti ég tvö þeirra. Þar var hálf forsíðan undir þesa frétt og heil opna innan í blaðinu. Þegar við síðan komum til Íslands og fórum að leita eftir þessum fréttum í íslenskum fjölmiðlum var annað uppá teningnum. Lítil tveggja dálka frétt á lítt áberandi stað innan í mogganum var allt og sumt.
Umræða um óhollustu matar á Íslandi er á algjörum villigötum að mínu mati. Hér snýst umræðan að mestu leyti um fitu en nánast engin umræða er um litarefni, rotvarnarefni og öll þau drýgingarefni sem er bætt í okkar vöru í miklu magni. Það eru á markaðnum efni sem eru hrærð út í vatni og svo er hægt að steikja úr því bollur. Þessar bollur líta eins út og smakkast eins og kjötbollur en það er framleiðandinn sem hefur það í hendi sér hversu mikið kjöt hann notar. Lögin segja að það verði að vera að lágmarki 35% kjöt í t.d kjötfarsi, kjötbollum, kjötbúðingi o.fl til að það megi heita nafni þar sem orðið kjöt kemur fyrir. Þá er í lagi að það sé 65% einhvað annað en kjöt. Þegar kaupandi vöru leitar eftir lægsta verðinu hver er þá líklegastur til að vera ódýrastur? Er það ekki sá sem er með minnsta kjötið?
Í grein í Morgunblaðinu 7. nóv sl eftir Jónínu Þ. Stefánsdóttur kom fram að það ætti að koma fram á innihaldslýsingu hversu mikið er af einkennandi hráefnum í vöru. Þannig þarf að koma fram hvað er mikið af kjöti í kjötbollum og jarðarberjum í jarðarberjajógúrt. Á þessu er mikill misbrestur. og framleiðendur komast upp með það endalaust að gera ekkert í málinu. Neytendasamtökin virðast líta á að hlutverk sitt sé fyrst og fremst að gera verðkannanir en ekki að gæta þess og sannprófa innihaldslýsingar. Af hverju labba þeir sér ekki inní einhverja matvörubúðina kaupa einn pakka af fiskibollum einn af kjötbollum pylsur, beikon o sv frv og fara með það í sýni ehf og láta sannreyna hvert innihaldið er. Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki hægt að kljúfa þetta alveg niður í smáatriði en það er hægt að komast nokkuð nærri. Svo á að birta niðurstöðurnar hvort heldur sem þær eru góðar eða slæmar fyrir framleiðandann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2007 | 21:43
Á að banna auglýsingar á óhollum vörum sem höfða til barna?
Í Kastljósi nú fyrr í kvöld var Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Samfylkingar að mæla fyrir slíku og til andsvara var Sigurður Kári. Ég fagna umræðu um þessi mál mjög en tel að bann sé óframkvæmanlegt einfaldlega vegna þess að það er mjög erfitt eða öllu heldur ekki hægt að skilgreina hvað er hollt og hvað ekki. Er sykur hollur? Nei, sennilega ekki en á þá að banna að auglýsa vöru sem inniheldur sykur? Nei það er ekki hægt, þá væri t d ekki hægt að auglýsa mjólkurvörur, ekki Cheerios, ekki kjúklingabringur o s frv. Hvar á þá að setja mörkin? Við ákveðið magn sykurs? Tökum annað dæmi: MSG. Er það óhollt? Það hefur ekki verið sannað að MSG sé óhollt, hins vegar er fjöldi fólks sem fær misalvarleg einkenni ef það neytir MSG. Persónulega þarf ég ekki neina vísindalega sönnun á því að það sé óhollt, ég hef einfaldlega margoft reynt það á sjálfum mér að neysla þess veldur mér miklum óþægindum og í skamman tíma verð ég með öllu óvinnufær ef ég neyti þess. Nú hafa margir innlendir framleiðendur matvæla hætt notkun þess einfaldlega vegna þess að markaðurinn hefur hafnað því.Er fita óholl? Ekki í hófi. og ekki öll fita. Er gos óhollt? Ég þori að hengja mig uppá að sumir af söluaðilum gosdrykkja gætu fært fyrir því gild rök að einhverjir þeirra séu hollir eða í það minnsta ekki óhollir.
Í prinsipinu tel ég ástæðulaust að setja lög eða reglur sem ekki er hægt að framfylgja
Bloggar | Breytt 21.11.2007 kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)