26.11.2008 | 14:47
Atli Gíslason, fylgdu málinu eftir
Atli sýnir hugrekki með að koma fram með þessa spillingu, eða réttara sagt glæp. Nú skora ég á Atla að fylgja málinu eftir alla leið og sýna í verki að hann er ekki bara að slá sér til riddara með þessu viðtali. Atli, sjáðu til þess að málið verði rannsakað ofaní kjölinn af þar til bærum yfirvöldum og gerendurnir í málinu verði látnir sæta ábyrgð.
Notuðu peningamarkaðssjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Helst vildi ég sjá Atla Gíslason sem forsætisráðherra næstu ríkisstjórnar, en ætli aðrir myndu ekki ætla sjálfum sér það hlutskipti, næðu VG slíku fylgi.
Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2008 kl. 14:53
Allt upp á yfirborðið strax
Hólmdís Hjartardóttir, 26.11.2008 kl. 14:55
Bankaleynd á vera til persónu- og viðskipaverndar fyrir einstaklinga og heiðvirð fyrirtæki en ekki til að hylma yfir fjárglæframönnum. Setjum bráðabirgðalög , afnemum bankaleynd.
Takk fyrir bloggvináttu.
Halla Rut , 26.11.2008 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.