Hver er nú að segja ósatt?

Nú er komin upp mjög sérstök og alvarleg staða í ríkisstjórninni. Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra  segist hafa setið 6 fundi með bankastjórum Seðlabankans þar sem alvarleg staða Íslenska bankakerfisins hafi verið rædd. Geir H Haarde segist einnig hafa setið fundi með seðlabankanum þar sem að þessi mál hafi verið rædd. Fundir þessir hafi verið allt frá fyrri hluta þessa árs og fram á haust.

Í dag hafa bæði Iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson og Viðskiptaráðherra Björgvin G. Sigurðsson lýst því yfir að þeir hafi ekki heyrt af viðvörunum Seðlabankastjóranna um alvarlega stöðu Íslensku bankanna.

Það hljóta að teljast mjög alvarleg afglöp hjá Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu að upplýsa ekki ráðherra sína um það sem fór fram á fundunum. Allt íslenskt fjármálakerfi riðar til falls og það er ekki einu sinni rætt í ríkisstjórn.

Nú er maður enn og aftur kominn í þá stöðu að maður veit ekki hverjum maður á að trúa. Ég trúi því eiginlega ekki að þessi mál hafi ekki verið rædd innan ríkisstjórnarinnar og þá ekki heldur á flokksráðsfundum Samfylkingarinnar og ég trúi því heldur ekki að Björgvin og Össur séu svo vitlausir að segjast ekki hafa setið þessa fundi því að það er væntanlega mjög auðvelt að sanna hverjir sátu fundina.

Er ekki komið nóg af loðnum og lognum svörum?

 


mbl.is 6 fundir með seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Það er bara, því miður fyrir land og þjóð, hin sorglega staðreynd að þau nenntu ekki að hlusta á þetta eða velta sér upp úr þessu. Þau voru svo upptekin að blómstra í stöðu sinni. Fara til útlanda á eins flottan hátt og mögulegt var, taka í höndina á heimsráðamönnum og spila sig sem þjóðforingja ímyndaðs auðugs ríkis. Þau máttu ekki vera að því að sinna verkefnum því þau voru svo upptekin í "flottræfilshættinum".

Það sem kemur mér mest á óvart er að fólk skuli ekki sjá og/eða viðurkenna þátt ISG í þessu öllu saman og hvernig hún gjörsamlega brást sem foringi síns flokks í þessari ríkisstjórn undanfarið ár. Það væri nú gott að eiga gjaldeyririnn nú sem hún sóaði í öryggisráðið og þann sem hún gaf til Afganistan.  En betra hefði verið ef þetta fólk hefði unnið vinnu sína því þá værum við ekki stödd þar sem við erum nú. 

Halla Rut , 19.11.2008 kl. 17:36

2 Smámynd: J. Trausti Magnússon

Alveg sammála Halla Rut. Já það er magnað hvað margir eru enn að mæra ISG. Bara það eitt að hún skyldi í síðustu viku skipa vinkonu sína í sendiherrastöðu er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Þegar það hefur verið rætt um spillingu og einkavinavæðingu í rúman mánuð sem aldrei fyrr lætur hún sem hún sé alveg yfir þetta hafin.

J. Trausti Magnússon, 20.11.2008 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband