þessi yndislega bókaþjóð

Síldarsaga íslendinga í þremur bindum, samtals 1.100 síður var að koma út í dag. Þetta er eitt af því sem gerir þessa þjóð svo yndislega og engri annarri líka. Að einhver skuli nenna að skrifa 1.100 síður um síldarævintýrin er algjör snilld. Þetta þrekvirki hlýtur að hafa tekið höfundinn mörg ár. Persónulega les ég mikið og ræðst oft á ritverk sem spanna um eða yfir 1000 síður en ég held að ég segi pass við síldinni. Mér finnst gaman að borða síld en ég held að ég nenni ekki að lesa mikið um hana.  Annars er að koma svo mikið af spennandi bókum þessa dagana að ég held að ég sé að fá valkvíða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Síldarsaga Íslendinga verður klárlega jólabókin í ár.  Enda kemur hún mátulega snemma út til að ná í skóinn hjá krökkunum.

Jens Guð, 27.11.2007 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband