Er einhvað kjöt í kjötbollunum?

 

Það er mjög athyglisvert að sjá hvað umræðan um hugsanlega óhollustu e-efna og mikið unninna vara er skammt á veg komin hérlendis á miðað við t.d. í Englandi. 31. október birtu breskir vísindamenn niðurstöður úr rannsóknum á ýmsum fæðuflokkum þar sem að margt bendir til að t.d. reyktar vörur geti verið krabbameinsvaldandi. Fréttin birtist á forsíðu allra blaða í London og keypti ég tvö þeirra. Þar var hálf forsíðan undir þesa frétt og heil opna innan í blaðinu. Þegar við síðan komum til Íslands og fórum að leita eftir þessum fréttum í íslenskum fjölmiðlum var annað uppá teningnum. Lítil tveggja dálka frétt á lítt áberandi stað innan í mogganum var allt og sumt.

Umræða um óhollustu matar á Íslandi er á algjörum villigötum að mínu mati. Hér snýst umræðan að mestu leyti um fitu en nánast engin umræða er um litarefni, rotvarnarefni og öll þau drýgingarefni sem er bætt í okkar vöru í miklu magni. Það eru á markaðnum efni sem eru hrærð út í vatni og svo er hægt að steikja úr því bollur. Þessar bollur líta eins út og smakkast eins og kjötbollur en það er framleiðandinn sem hefur það í hendi sér hversu mikið kjöt hann notar. Lögin segja að  það verði að vera að lágmarki 35% kjöt í t.d kjötfarsi, kjötbollum, kjötbúðingi o.fl til að það megi heita nafni þar sem orðið kjöt kemur fyrir. Þá er í lagi að það sé 65% einhvað annað en kjöt. Þegar kaupandi vöru leitar eftir lægsta verðinu hver er þá líklegastur til að vera ódýrastur? Er það ekki sá sem er með minnsta kjötið?

Í grein í Morgunblaðinu 7. nóv sl eftir Jónínu Þ. Stefánsdóttur kom fram að það ætti að koma fram á innihaldslýsingu hversu mikið er af einkennandi hráefnum í vöru. Þannig þarf að koma fram hvað er mikið af kjöti í kjötbollum og jarðarberjum í jarðarberjajógúrt. Á þessu er mikill misbrestur.  og framleiðendur komast upp með það endalaust að gera ekkert í málinu. Neytendasamtökin virðast líta á að hlutverk sitt sé fyrst og fremst að gera verðkannanir  en ekki að gæta þess og sannprófa innihaldslýsingar. Af hverju labba þeir sér ekki inní einhverja matvörubúðina kaupa einn pakka af fiskibollum einn af kjötbollum pylsur, beikon o sv frv og fara með það í sýni ehf og láta sannreyna hvert innihaldið er. Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki hægt að kljúfa þetta alveg niður í smáatriði en það er hægt að komast nokkuð nærri. Svo á að birta niðurstöðurnar hvort heldur sem þær eru góðar eða slæmar fyrir framleiðandann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband