Hver er nú að segja ósatt?

Nú er komin upp mjög sérstök og alvarleg staða í ríkisstjórninni. Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra  segist hafa setið 6 fundi með bankastjórum Seðlabankans þar sem alvarleg staða Íslenska bankakerfisins hafi verið rædd. Geir H Haarde segist einnig hafa setið fundi með seðlabankanum þar sem að þessi mál hafi verið rædd. Fundir þessir hafi verið allt frá fyrri hluta þessa árs og fram á haust.

Í dag hafa bæði Iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson og Viðskiptaráðherra Björgvin G. Sigurðsson lýst því yfir að þeir hafi ekki heyrt af viðvörunum Seðlabankastjóranna um alvarlega stöðu Íslensku bankanna.

Það hljóta að teljast mjög alvarleg afglöp hjá Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu að upplýsa ekki ráðherra sína um það sem fór fram á fundunum. Allt íslenskt fjármálakerfi riðar til falls og það er ekki einu sinni rætt í ríkisstjórn.

Nú er maður enn og aftur kominn í þá stöðu að maður veit ekki hverjum maður á að trúa. Ég trúi því eiginlega ekki að þessi mál hafi ekki verið rædd innan ríkisstjórnarinnar og þá ekki heldur á flokksráðsfundum Samfylkingarinnar og ég trúi því heldur ekki að Björgvin og Össur séu svo vitlausir að segjast ekki hafa setið þessa fundi því að það er væntanlega mjög auðvelt að sanna hverjir sátu fundina.

Er ekki komið nóg af loðnum og lognum svörum?

 


mbl.is 6 fundir með seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni Ágústsson og fréttastofa Stöðvar 2

Í kjölfar þess að Guðni Ágústsson sagði af sér þingmessu og formennsku í Framsóknarflokknum hafa fjölmiðlar reynt að ná tali af honum. Fréttamaður frá Stöð 2 hékk á dyrabjöllunni hjá honum í gærkveldi og linnti ekki látum fyrr en nánast var skellt á hann dyrasímanum.

 Síðan um sexleitið í morgun eru þeir svo mættir aftur og sitja fyrir Guðna. Hann benti þeim á yfirlýsinguna sem hann sendi frá sér í gær og bað um svigrúm. Fréttamaðurinn linnti ekki látum fyrr en Guðni sagði honum að fara heim,,,þrívegis. (Þetta með tímasetninguna var ekki innsláttarvilla, þetta var klukkan 06:00 að morgni)

Í fréttum stöðvar 2 í gær kom fram að Guðni mundi hækka í launum um ca 200.000.- á mánuði við að fara af þingi og á eftirlaun. Í fréttum í kvöld var þetta leiðrétt og sagt að hið rétta væri að Guðni mundi lækka um 280.000. - á mánuði.  Skekkjumörkin hjá fréttastofunni eru þarna tæp hálf miljón krónur pr mánuð.

Þrisvar sinnum á einum sólarhring hafa fréttamenn stöðvar 2 orðið sér til skammar út af Guðna Ágústssyni eða öllu heldur við nornaveiðar á Guðna Ágústssyni.

Nú er Guðni flúinn land og spurning hvaða fréttamaður frá Stöð 2 muni elta hann þangað.


Bloggfærslur 18. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband