28.11.2007 | 21:17
Forsjárhyggjan ríður ekki við einteyming
Eru engin takmörk fyrir því hvað sumir af ráðamönnum þjóðarinnar vilja seilast langt í að stjórna okkur í einu og öllu. Á nú Alþingi að fjalla um það hvort að það eigi hugsanlega að breyta um lit á klæðnaði barna á fæðingardeild. Eigum við ekki bara að leyfa foreldrunum eða þá yfirmönnum stofnunarinnar að taka þessa ákvörðun sjálfum. Það er ekki skrýtið að Alþingi njóti minna og minna trausts á meðal þjóðarinnar. Þarna sitja þau 63 og eiga að fara að hlusta á svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar um ástæðu þess af hverju drengir eru í bláu og stúlkur í bleiku á fæðingardeildinni. Þegar þeirri umræðu líkur verða hugsanlega umræður um hvort að kalla eigi ráðherra ráðherra eða eitthvað annað. Á meðan verða mál eins og menntamál, öryggismál, átak gegn eiturlyfjum, aukið ofbeldi, vægir dómar fyrir kynferðisbrot, virkjanamál, orkumál, sjávarútvegsmál, o.fl o.fl að bíða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)