Atli Gíslason, fylgdu málinu eftir

Atli sýnir hugrekki með að koma fram með þessa spillingu, eða réttara sagt glæp. Nú skora ég á Atla að fylgja málinu eftir alla leið og sýna í verki að hann er ekki bara að slá sér til riddara með þessu viðtali. Atli, sjáðu til þess að málið verði rannsakað ofaní kjölinn af þar til bærum yfirvöldum og gerendurnir í málinu verði látnir sæta ábyrgð.
mbl.is Notuðu peningamarkaðssjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bók um "sameiningartákn þjóðarinnar"

Hversvegna er gerð bók um Forsetann þegar að hann á að minnsta kosti 5 ár eftir í embætti? Getur verið að mönnum liggi svo á að varpa sprengjunum að það hafi ekki mátt bíða þar til að Ólafur Ragnar væri búinn að ljúka embættisskyldu sinni?

Það kom fram í viðtali við Guðjón Friðriksson, höfund bókarinnar, á rás 2 á eftir fréttum kl: 17:00 í dag að hann hafi verið að mestu búinn að skrifa bókina fyrir ári síðan og það kom einnig fram að hugmyndin af því að Guðjón skrifaði þessa bók hafi komið frá Ólafi Ragnari.

Bókin kom út í dag og nú þegar eru menn farnir að rengja það sem í henni stendur, enda þarna um eldfimt efni að ræða. Fyrst var fjallað um afskipti Davíðs Oddsonar af brúðkaupi Ólafs og Dorritar og nú "prótókollið" á kristintökuhátíðinni sbr meðfylgjandi frétt.

Gilda ekki sömu rök fyrir forsetann og seðlabankastjórann að menn í þessum embættum ættu ekki að fjalla um pólitík? Á ekki forsetinn að heita "sameiningartákn þjóðarinnar"? Gat Ólafur Ragnar ekki haldið í sér og varð að koma með þetta núna því að eftir fimm ár verða margir af þeim sem fjallað er um hættir í störfum sínum og þá verður reykurinn ekki eins mikill?

Er ekki bara málið að Ólafur Ragnar og Davíð Oddson eru líkir einstaklingar og eiga mjög erfitt með að hætta í pólítík og þrífast ílla nema í argaþrasi?


mbl.is „Haugalygi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er nú að segja ósatt?

Nú er komin upp mjög sérstök og alvarleg staða í ríkisstjórninni. Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra  segist hafa setið 6 fundi með bankastjórum Seðlabankans þar sem alvarleg staða Íslenska bankakerfisins hafi verið rædd. Geir H Haarde segist einnig hafa setið fundi með seðlabankanum þar sem að þessi mál hafi verið rædd. Fundir þessir hafi verið allt frá fyrri hluta þessa árs og fram á haust.

Í dag hafa bæði Iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson og Viðskiptaráðherra Björgvin G. Sigurðsson lýst því yfir að þeir hafi ekki heyrt af viðvörunum Seðlabankastjóranna um alvarlega stöðu Íslensku bankanna.

Það hljóta að teljast mjög alvarleg afglöp hjá Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu að upplýsa ekki ráðherra sína um það sem fór fram á fundunum. Allt íslenskt fjármálakerfi riðar til falls og það er ekki einu sinni rætt í ríkisstjórn.

Nú er maður enn og aftur kominn í þá stöðu að maður veit ekki hverjum maður á að trúa. Ég trúi því eiginlega ekki að þessi mál hafi ekki verið rædd innan ríkisstjórnarinnar og þá ekki heldur á flokksráðsfundum Samfylkingarinnar og ég trúi því heldur ekki að Björgvin og Össur séu svo vitlausir að segjast ekki hafa setið þessa fundi því að það er væntanlega mjög auðvelt að sanna hverjir sátu fundina.

Er ekki komið nóg af loðnum og lognum svörum?

 


mbl.is 6 fundir með seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni Ágústsson og fréttastofa Stöðvar 2

Í kjölfar þess að Guðni Ágústsson sagði af sér þingmessu og formennsku í Framsóknarflokknum hafa fjölmiðlar reynt að ná tali af honum. Fréttamaður frá Stöð 2 hékk á dyrabjöllunni hjá honum í gærkveldi og linnti ekki látum fyrr en nánast var skellt á hann dyrasímanum.

 Síðan um sexleitið í morgun eru þeir svo mættir aftur og sitja fyrir Guðna. Hann benti þeim á yfirlýsinguna sem hann sendi frá sér í gær og bað um svigrúm. Fréttamaðurinn linnti ekki látum fyrr en Guðni sagði honum að fara heim,,,þrívegis. (Þetta með tímasetninguna var ekki innsláttarvilla, þetta var klukkan 06:00 að morgni)

Í fréttum stöðvar 2 í gær kom fram að Guðni mundi hækka í launum um ca 200.000.- á mánuði við að fara af þingi og á eftirlaun. Í fréttum í kvöld var þetta leiðrétt og sagt að hið rétta væri að Guðni mundi lækka um 280.000. - á mánuði.  Skekkjumörkin hjá fréttastofunni eru þarna tæp hálf miljón krónur pr mánuð.

Þrisvar sinnum á einum sólarhring hafa fréttamenn stöðvar 2 orðið sér til skammar út af Guðna Ágústssyni eða öllu heldur við nornaveiðar á Guðna Ágústssyni.

Nú er Guðni flúinn land og spurning hvaða fréttamaður frá Stöð 2 muni elta hann þangað.


Ólafur Teitur hættir hjá Straumi

Vonandi snýr hann aftur í fjölmiðlana. Hann er að mínu mati einn sá besti og vandvirkasti. Hann hefur líka veitt kollegum sínum gott aðhald, ekki veitir af.
mbl.is Ólafur Teitur hættur hjá Straumi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband