22.1.2008 | 19:51
Er gengið út frá því að kjósendur séu fífl.
Dagur B. Eggertsson var í viðtali á rás 2 á milli kl 17:30 - 18:00 í kvöld. Þar vandaði hann ekki Ólafi F ekki kveðjurnar né heldur sjálfstæðismönnum. Hann hafði stór orð um vinnubrögðin við myndun nýja meirihlutans og sagði m.a.um atburðarás gærdagsins orðrétt, að það væru engin dæmi um að svona atburðarás hafi átt sér stað, hvorki hér né erlendis. Tilvitnun lýkur. Maður verður alveg kjaftstopp við svona ræðu. Gengur maðurinn að því gefnu að hlustendur og kjósendur séu hálfvitar. Heldur hann að við munum ekki þrjá mánuði aftur í tímann. Fyrir hinn almenna borgara , sem upplifir svona atburði í gegnum fjölmiðla er nákvæmlega enginn munur á þessum tveimur atburðum. Það er einfaldlega einn aðili sem gefst upp á samstarfinu og plottar við hina á laun í fyrstu og boðar síðan til blaðamannafundar. Málið dautt. Nú er ég ekki að segja að þessi vinnubrögð séu til fyrirmyndar, síður en svo, en svona var þetta í bæði skiptin.
Stjórnmálamenn verða að fara að gera sér grein fyrir því að kjósendur eru ekki fífl. Allavega ekki allir kjósendur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2008 | 19:29
Af pólitískum ráðningum
Eftir tvær umdeildar ráðningar Össurs Skarphéðinssonar, fyrst orkumálastjóra og síðan ferðamálastjóra er ljóst að það skiptir engu máli hvaða flokkur er við völd þegar kemur að vina, flokksgæðinga, væðingunni. Hægt væri að taka fjölmörg dæmi af síðustu ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna og nú hefur Samfylkingin stimplað sig rækilega inn. Ekki að það komi á óvart, kratar hafa svo sem verið við völd áður og hyglað sínum í tíma og ótíma.
Það er samt eitt sem gerir þessa gjörninga núna sérstaka en það er að það heyrist ekki múkk í framsóknarmönnum og bara smá tíst í VG. Það skyldi þó ekki vera að það sé búið að semja um vopnahlé þegar kemur að þessum ráðningum. "Ef við þegjum núna þá lofið þið að þegja þegar við verðum aftur komin í stjórn og þið í stjórnarandstöðu".
Ég hreinlega skil ekki hvernig þingmenn nenna að standa í þessum flokkaráðningum, vitandi að þeir fá yfir sig holskeflu af mótmælum frá þeim sem gengið var framhjá, frá fjölmiðlum og frá almenningi. Hvernig nennir ráðherra að eyða öllum þessum tíma og orku í að svara fyrir þetta með öllum þeim vonlausu rökum sem því fylgir og gerir ekkert annað en að draga úr trúverðugleika þeirra sjálfra.
![]() |
Ósátt við rökstuðning ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)