Bók um "sameiningartákn þjóðarinnar"

Hversvegna er gerð bók um Forsetann þegar að hann á að minnsta kosti 5 ár eftir í embætti? Getur verið að mönnum liggi svo á að varpa sprengjunum að það hafi ekki mátt bíða þar til að Ólafur Ragnar væri búinn að ljúka embættisskyldu sinni?

Það kom fram í viðtali við Guðjón Friðriksson, höfund bókarinnar, á rás 2 á eftir fréttum kl: 17:00 í dag að hann hafi verið að mestu búinn að skrifa bókina fyrir ári síðan og það kom einnig fram að hugmyndin af því að Guðjón skrifaði þessa bók hafi komið frá Ólafi Ragnari.

Bókin kom út í dag og nú þegar eru menn farnir að rengja það sem í henni stendur, enda þarna um eldfimt efni að ræða. Fyrst var fjallað um afskipti Davíðs Oddsonar af brúðkaupi Ólafs og Dorritar og nú "prótókollið" á kristintökuhátíðinni sbr meðfylgjandi frétt.

Gilda ekki sömu rök fyrir forsetann og seðlabankastjórann að menn í þessum embættum ættu ekki að fjalla um pólitík? Á ekki forsetinn að heita "sameiningartákn þjóðarinnar"? Gat Ólafur Ragnar ekki haldið í sér og varð að koma með þetta núna því að eftir fimm ár verða margir af þeim sem fjallað er um hættir í störfum sínum og þá verður reykurinn ekki eins mikill?

Er ekki bara málið að Ólafur Ragnar og Davíð Oddson eru líkir einstaklingar og eiga mjög erfitt með að hætta í pólítík og þrífast ílla nema í argaþrasi?


mbl.is „Haugalygi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband