Á að banna auglýsingar á óhollum vörum sem höfða til barna?

Í Kastljósi nú fyrr í kvöld var Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Samfylkingar að mæla fyrir slíku og til andsvara var Sigurður Kári. Ég fagna umræðu um þessi mál mjög en tel að bann sé óframkvæmanlegt einfaldlega vegna þess að það er mjög erfitt eða öllu heldur ekki hægt að skilgreina hvað er hollt og hvað ekki. Er sykur hollur? Nei, sennilega ekki en á þá að banna að auglýsa vöru sem inniheldur sykur? Nei það er ekki hægt, þá væri t d ekki hægt að auglýsa mjólkurvörur, ekki Cheerios, ekki kjúklingabringur o s frv. Hvar á þá að setja mörkin? Við ákveðið magn sykurs? Tökum annað dæmi: MSG. Er það óhollt? Það hefur ekki verið sannað að MSG sé óhollt, hins vegar er fjöldi fólks sem fær misalvarleg einkenni ef það neytir MSG. Persónulega þarf ég ekki neina vísindalega sönnun á því að það sé óhollt, ég hef einfaldlega margoft reynt það á sjálfum mér að neysla þess veldur mér miklum óþægindum og í skamman tíma verð ég með öllu óvinnufær ef ég neyti þess.  Nú hafa margir innlendir framleiðendur matvæla hætt notkun þess einfaldlega vegna þess að markaðurinn hefur hafnað því.Er fita óholl? Ekki í hófi. og ekki öll fita. Er gos óhollt? Ég þori að hengja mig uppá að sumir af söluaðilum gosdrykkja gætu fært fyrir því gild rök að einhverjir þeirra séu hollir eða í það minnsta ekki óhollir.

Í prinsipinu tel ég ástæðulaust að setja lög eða reglur sem ekki er hægt að framfylgja


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband